Fréttasafn

Fyrirsagnalisti

Samstarf Evrópu, Brasilíu og Suður-Afríku; aukinn skilningur á áhrifum hnattrænnar hlýnunar á vistkerfi sjávar - 20.7.2017

Dagana 12.-14 júlí sl. fór fram fundur hátt settra embættismanna innan Evrópusambandsins og aðila úr ríkisstjórnum Brasilíu og Suður-Afríku. Fundurinn var settur á í þeim tilgangi að fagna nýju samkomulagi um samstarf þessara aðila um að leggja meiri áherslu á að skilja tengslin á milli hnattrænnar hlýnunar og áhrif hennar á vistkerfi sjávar (bláa lífhagkerfið).

Mjólk í mörgum myndum - 14.7.2017

Í vor var gerður samningur við Matís um verkefnið Mjólk í mörgum myndum þar sem veittir eru styrkir til frumkvöðlastarfs þar sem mjólk kemur við sögu sem hráefni. 8 umsóknir bárust um styrki og voru verkefnin af margvíslegum toga.

Þurrkaðir þorskhausar

Matís og þorskhausar - 11.7.2017

Matís hlaut styrk úr AVS sjóðnum til þess að greina eiginleika þorskhausa.

Algae, omega-3 fatty acid source, health, marine algae, anti-oxidant

Vinnsla súrþangs í fóðurbæti með mikla lífvirkni - 3.7.2017

Nú er að hefjast verkefni hjá Matís sem styrkt er af Tækniþróunarsjóði Rannís. Verkefnið nefnist Súrþang og vitnar til þeirra möguleika sem eru til staðar í meðhöndlun þangs með mjólkursýrubakteríum og öðrum gerjunarörverum.

Vel kældur afli – möguleiki á vinnslu í dýrari afurðir - 30.6.2017

Fimm fyrirtæki, með stuðningi frá Tækniþróunarsjóði og AVS-sjóðnum, vinna nú að þróun nýs kerfis í hraðfiskibáta sem tryggir góða meðhöndlun, kælingu og frágang afla og skráir upplýsingar í gagnaský. 

Margildi verðlaunað fyrir síldarlýsið sitt! - 29.6.2017

Frumkvöðlafyrirtækið Margildi veitti nú nýverið viðtöku hinum alþjóðlegu iTQi (International Taste & Quality Institute) Superior Taste Award matvælagæðaverðlaunum fyrir síldarlýsi sitt. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í hinu sögufræga Cercle Royal Gaulois, í Brussel að viðstöddu miklu fjölmenni. Að sögn starfsmanna Margildis, þá þykir það nokkuð mikil list að gera lýsi (ómega-3) svo gott að 135 meistarakokkum og matgæðingum líki vel.

Upp'í mitti í afla - 27.6.2017

Hér áður fyrr þótti það merki um mikla aflakló og góð aflabrögð að koma að landi með svo mikinn afla að menn komust ekki sjálfir um dekkið nema að vaða fisk upp að mitti. Sem betur fer hefur þetta breyst töluvert undanfarin ár enda sjómenn meðvitaðri um mikilvægi góðrar meðhöndlunar á okkar dýrmæta sjávarfangi. 

Repju mjöl í fóðri fyrir lax - 26.6.2017

Repju ræktun, til framleiðslu á repju olíu, hefur aukist verulega á Norðurlöndum undangengin ár og er á góðri leið að verða nytjaplanta í íslenskum landbúnaði. 

Gæludýr njóta góðs af vinnu Matís um borð í norskum línubátum - 23.6.2017

Ásbjörn Jónsson, ráðgjafi hjá Matís tekur túr um mánaðarmótin júlí/ágúst með Frøyanes AS, norskum línbáti, til að veita ráðgjöf hvernig nýta má hráefni, sem annars væri hent, til framleiðslu á gæludýrafóðri. Óhætt er að segja að hundar og kettir séu raunverulegir hagaðilar enda gæludýrafóður úr sjávarfangi fyrsta flokks. 

FarFish fær 5 milljónir evra til að stuðla að bættri umgengni evrópska fiskveiðiflotans um hafsvæði utan Evrópu - 22.6.2017

Í FarFish verkefninu taka þátt 21 fyrirtæki og stofnanir víðsvegar að úr Evrópu, Afríku og S-Ameríku. Að auki hafa fjöldi alþjóðlegra stofnanna og fulltrúar einstakra ríkja sem málið varðar skuldbundið sig til aðkoma að verkefninu eftir því sem þurfa þykir. Verkefninu er stjórnað af Matís, sem sýndur er mikill heiður með að vera treyst fyrir þessu mikilvæga verkefni.

Síða 1 af 159

Fréttir