Fréttasafn

Fyrirsagnalisti

iStock_Faroe_Island

Áhrif fiskveiðilöggjafar á búsetu á Íslandi, í Noregi og í Færeyjum - 17.11.2017

Matís, Nofima í Noregi og Syntesa í Færeyjum vinna nú að verkefni sem ætlað er að kanna áhrif fiskveiðilöggjafa á störf og búsetu á Íslandi, í Noregi og í Færeyjum. 

Úttekt á Matís vegna þjónustumælinga á salmonellu í alifuglarækt - 15.11.2017

Matvælastofnun framkvæmdi úttekt á verkferlum Matís þar sem Matís þjónustar matvælaiðnaðinn og Matvælastofnun við mælingar á salmonellu í alifuglarækt.

Síldarlýsið frá Margildi komið á markað á Íslandi - 15.11.2017

Loksins er hægt að fá síldarlýsi frá Margildi með vægu appelsínubragði undir merkjum Fisherman í verslunum Hagkaupa, Frú Laugu og fiskisjoppu Fisherman við Hagamel. Nýjustu fréttir eru að fyrsta pöntun frá Litháen til dreifingar í Eystrasaltsríkjunum er tilbúin til sendingar.

Sjávarútvegsráðstefnan hefst í vikunni - 13.11.2017

Sjávarútvegsráðstefnan í ár verður haldin dagana 16.-17. nóvember í Hörpu. Ráðstefnan er nú haldin í áttunda sinn og hefur stækkað með ári hverju enda mikilvægur vettvangur fyrir alla sem starfa í sjávarútvegi til að efla tengsl og samstarf innan greinarinnar.

Nýjum tækjabúnaði bætt við rannsóknaaðstöðu Hafrannsóknastofnunar - 10.11.2017

Háþróaður tækjakostur, FlowCam, var nýverið keyptur frá Fluid Imaging Technologies og komið fyrir á rannsóknastofu umhverfissviðs Hafrannsóknastofnunar. Grunneining búnaðarins er smásjá og háskerpu myndavél, sem myndar agnir sem flæða framhjá linsunni í sérstakri flæðikúvettu. Flæðinu er stýrt með innibyggðri tölvu, sem jafnframt notar hugbúnað til að greina og flokka stafrænar myndir í samræmi við úrval skilgreindra mynda.

Efling matvælaframleiðslu og rannsókna - sama hvernig ríkisstjórnin verður! - 1.11.2017

Á fundi um aukna verðmætasköpun í landbúnaði, sem haldinn var á Hvanneyri um aukið virði landbúnaðarafurða, haldinn af Samtökum ungra bænda, Landbúnaðarháskóla Íslands og Matís fyrir stuttu, barst talið að því hvernig tiltölulega einfaldar aðgerðir til skamms tíma geta haft jákvæð áhrif til langs tíma. 

Hvers virði er starfsemi Matís? - 31.10.2017

Flestum er ljóst að ótrúlegar framfarir hafa átt sér stað í íslenskum sjávarútvegi. Nú þegar miklar tæknilegar umbyltingar eiga sér stað í allri framleiðslukeðju matvæla þá sér ekki fyrir endann á þessum framförum. Á síðastliðnum 30 árum hefur íslenskur sjávarútvegur minnkað áherslu á veitt magn og aukið áherslu á gæði sem skilar meiru fyrir hvert kg af afla en áður. Grunninn að slíkri verðmætaaukningu er að finna í bættri nýtingu afla. Og til þess að geta nýtt afla betur er mikilvægt að þekkja alla virðiskeðjuna og bæta meðferð á öllum stigum keðjunnar. Þarna koma rannsóknir að.

Flutningskostnaður fiskflutningaskipa í bakafragt getur lækkað um nærri 40% - 30.10.2017

Rannsókna- og þróunarverkefnið T-KER er samvinnuverkefni Sæplasts, Matís, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri, ITUB og Icefresh í Þýskalandi.

Húsfyllir að Hvanneyri – fyrsta skrefið í að þrefalda verðmætasköpun og arðsemi íslensks landbúnaðar - 26.10.2017

Mjög góð mæting var á fund á Hvanneyri um aukið virði landbúnaðarafurða sem Samtök ungra bænda, Landbúnaðarháskóli Íslands og Matís buðu til í gærkvöldi. Þar stigu á stokk forsvarsmenn fundarboðenda og fulltrúar frá öllum helstu framboðum til alþingiskosninganna um næstu helgi. Á næstu dögum munum við fjalla um fundinn og draga fram það helsta sem þar fór fram.

Getum við notað íslenskar olíur í viðarvörn? - 23.10.2017

Vitað er að fiskolíur hafa verið notaðar sem viðarvörn fyrr á öldum og reynst vel. Þekkingin hefur hins vegar mikið til glatast. Með aukinni áherslu á afturhvarf til eldri tíma og hráefna og betri þekkingu, skapast lag til að nýta fiskolíur, sem núna falla í úrgangsflokk, til verulega aukinna verðmæta en leysa þarf framleiðslu- og vöruþróunarvandamál áður en lengra er haldið. 

Síða 1 af 162

Fréttir