Fréttasafn

Fyrirsagnalisti

Mikil viðurkenning að fá World Seafood Congress til Íslands - 7.9.2017

Það er mikið tækifæri fyrir íslenskan sjávarútveg að fá þessa ráðstefnu hingað til lands, til að kynna hvað hann stendur fyrir. Erlendis eru margir sem horfa öfundaraugum til Íslands vegna þess hve vel okkur hefur tekist að halda utan um stjórnun og nýtingu sjávarauðlindanna,“ segir Steinar B. Aðalbjörnsson, forstöðumaður miðlunar og markaðssetningar hjá Matís.

Orðspor íslensks sjávarútvegs veigamikil forsenda World Seafood á Íslandi - 6.9.2017

Það er sjálfsagt margt sem stuðlaði að því að það tókst að fá þessa eftirsóttu ráðstefnu hingað til lands. Það var farið að vinna í því, að undirlagi Sveins Margeirssonar forstjóra Matís, fyrir nokkrum árum til að koma Íslandi betur á framfæri á þessum mikilvæga vettvangi.

Félag rannsóknastjóra á Íslandi og Rannís héldu fræðslufund hjá Matís í dag - 5.9.2017

Félag rannsóknastjóra á Íslandi og Rannís héldu fræðslufund með Gill Wells yfirmanni Evrópu- og stefnumótunarskrifstofu Rannsóknaþjónustu Oxford-háskóla í dag í höfuðstöðvum Matís.

Fyrstu réttirnir úr íslensku hráefni komnir úr matvælaprentaranum - 5.9.2017

Fyrstu réttirnir sem prentaðir eru úr íslensku hráefni komu úr Foodini matvælaprentara í höfuðstöðvum Natural Machines í Barcelona á Spáni í síðasta mánuði. Það var dr. Holly T. Petty ráðgjafi hjá Matís sem var þar að vinna með framleiðanda prentarans og notaði við tilraunina saltaðan íslenskan þorsk, þorsksurimi og þorskprótein.

Eldhús framtíðarinnar komið til Matís - 4.9.2017

Næsta tæknibylting verður í matvælageiranum og er íslenskt sjávarfang nú þegar komið í þrívíddar matvælaprentarann hjá Matís.

Eru tækifæri í íslensku geitinni? - 22.8.2017

 

Á haustmánuðum munu Matís og Geitfjárræktarfélag Íslands standa að verkefni varðandi aukna verðmætasköpun á geitaafurðum í samvinnu við og með stuðningi Matarauðs Íslands. Liður í því verkefni er að koma á kjötmati geita, yfirfara verklag við slátrun geita og skýra verklag um heimtöku geitfjárafurða, til hagsbóta fyrir alla hlutaðeigandi. 

 

Logo Matís

Aðhaldsaðgerðir - 17.8.2017

Í síðastliðnum mánuði þurfti yfirstjórn Matís að grípa til aðgerða, m.a. vegna styrkingar íslensku krónunnar og niðurstaðna úr alþjóðlegum samkeppnissjóðum. Í þessu samhengi er rétt að benda á að ólíkt mörgum ríkisaðilum er Matís að stærstum hluta rekið fyrir sjálfsaflafé og er umtalsverður hluti þess fjár vegna alþjóðlegra rannsóknaverkefna, sem m.a. hefur verið grundvöllur fyrir vexti Matís sl. ár.

Þróun, gæði, öryggi og framleiðsla á hrápylsum úr ærkjöti - 17.8.2017

Rúnar Ingi Tryggvason tók til umfjöllunar í sérverkefni við Matvælafræði við Háskóla Íslands framleiðslu á hrápylsum úr verðminni kjötstykkjum, svosem eins og úr ærkjöti eða hrossum. Verkefnið var unnið í samstarfi við Matís og Beint frá býli og með styrk frá Framleiðnisjóði Landbúnaðarins.

Lætur þú fólk prófa vöruna áður en hún fer á markað? - 14.8.2017

Matís skipuleggur sautjándu ráðstefnu Nordic Sensory Workshop (NSW) dagana 3. til 4. maí 2018. Viðfangsefni ráðstefnunnar er samspil mismunandi skynjunar og notkun skynmats í matvælaiðnaði. 

Heilindi mikilvæg í verslun með matvæli - 11.8.2017

Heilindi í viðskiptum er forsenda trausts. Heilindi í viðskiptum með matvæli eru lykillinn sem lýkur upp pyngjum neytenda til langframa. Áföll hafa dunið yfir matvælaframleiðendur og neytendur og traust laskast vegna hneyksla sem skekja matvælaiðnaðinn. Matís er þátttakandi í verkefninu MatarHeilindi.

Síða 1 af 160

Fréttir